Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Schmeichel mikill aðdáandi Fred
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, segist vera mikill aðdáandi brasilíska miðjumannsins Fred. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á Fred meðal stuðningsmanna United.

„Það sást svo vel á frammistöðu liðsins í gær að farið var eftir uppleggi Erik ten Hag. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá Fred spila," segir Schmeichel um 2-0 sigur United gegn Tottenham í gær.

„Ég er mikill aðdáandi Fred. Ég skil ekki af hverju fólk hefur svona mikið á móti honum. Þessi gaur er svo áreiðanlegur þegar við erum ekki með boltann. Hann setur svo mikla pressu og vinnur boltann aftur."

„Vissulega gefur hann boltann af og til frá sér en hann átti snilldarlega frammistöðu í gær. Hann spilaði svo stóran þátt í því hvernig United spilaði leikinn. Hann vann boltann alltaf aftur til baka og var fyrstur til að mæta í pressuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner