Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   fim 20. október 2022 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marco Silva vill fá meira frá Mitrovic

Alexandar Mitrovic framherji Fulham hefur verið virkilega sterkur í liði nýliðana. Hann skoraði eitt af mörkum liðsins í 3-0 sigri á Aston Villa í kvöld.


Það var áttunda mark hans í tíu leikjum á þessari leiktíð en Marco Silva stjóri liðsins var spurður hvað þeir hafa verið að vinna í saman til að fá hann til að skora öll þessi mörk.

„Þetta er ekki bara á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð bætti hann öll met. Hann er að gera það sama núna. Hann er svakalegur atvinnumaður og nýtur sín vel í Fulham treyjunni. Hann ætlast til meiru af sjálfum sér og ég vil sjá meira frá honum," sagði Silva.

Fulham hefur komið á óvart á tímabilinu en liðið er í 9. sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner