Liverpool vann 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Darwin Nunez gerði sigurmark Liverpool um miðbik fyrri hálfleiks. Nunez, sem átti einnig skot í stöng, gerði eina mark leiksins með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Kostas Tsimikas.
Liverpool stjórnaði ferðinni en Hamrarnir voru á lífi allt til leiksloka. Besta færi gestanna kom undir lok fyrri hálfleiks þegar Jarrod Bowen steig á vítapunktinn en Alisson Becker varði meistaralega frá honum.
Eftir leikinn fóru í dreifingu myndbönd þar sem Virgil van Dijk virtist traðka á vítapunktinum áður en Bowen fór á punktinn.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort þetta hafi haft áhrif á vítaspyrnuna.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu.
Van Dijk is a scum bag pic.twitter.com/MTqTuDJCEn
— West Ham Central (@WestHam_Central) October 19, 2022
Virgil Van Dijk appeared to scuff the penalty spot before Jarrod Bowen's saved penalty 👀 pic.twitter.com/36giOMV913
— SPORTbible (@sportbible) October 19, 2022
Athugasemdir