„Ég er ánægður með leikinn og varnarleikinn við gáfum enginn færi á okkur og ég man ekki eftir að þær fengu opinn færi." Sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-0 sigur á Val í 4-liða úrslitum Mjólurbikarsins
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 0 Valur
Valur skapaði sér lítið af færum og virtust varnarmenn og varnarleikur Blika vera með allt á hreinu og á köflum virkaði varnarleikurinn þæginlegur fyrir þær.
„Ég ætla ekki segja þetta hafi verið þæginlegt en mér fannst þetta vera þéttur og agaður leikur hjá okkur sem hélt þeim í skefjum þær áttu erfitt með að fá boltann og gera hlutina á okkar þriðjung mér fannst við spila leikinn vel."
Breiðablik er á toppi deildarinnar og komnar í úrslit Mjólkurbikarsins og lítur sumarið mjög vel út hjá Blikum.
„Við fögnum hverjum einasta sigri og tökum bara næsta skref það er stutt í næsta leik bara tveir dagar Grindavík þorði ekki að fresta á móti okkur um einn dag. Við bara undirbúum okkur undir það og fögnum í dag og verðum klárar í alvöru leik á þriðjudaginn." Sagði Steini að lokum
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir