Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 23:13
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að gera allt til að vera klár fyrir HM
Enski hægri bakvörðurinn Reece James segist ætla að gera allt til þess að vera klár fyrir HM í Katar.

James meiddist á hné í leik Chelsea gegn Milan í Meistaradeildinni og þurfti að fara af velli.

Leikmaðurinn hitti skurðlækni eftir nokkrum dögum síðar og þá kom í ljós að meiðslin væru af alvarlegum toga.

Hann verður frá í að minnsta kosti átta vikur en hann ætlar sér að ná mótinu. James er fastamaður í landsliðinu og því mikið högg fyrir Englendinga ef hann fer ekki á mótið.

„Eftir leikinn ákvað ég að vera aukadag í Mílanó og fyrsta sem ég hugsaði ég að þetta væri eitthvað smávægilegt. Daginn eftir eða tveimur dögum síðar hitti ég skurðlækni og hann sagði mér að ég yrði frá í tvo mánuði."

„Þetta er augljóslega skelfilegt. Það er einn mánuður í HM. Þegar ég var lítill strákur þá er þetta mótið sem ég vildi alltaf taka þátt í og þetta er fyrsta tækifærið. Ég mun gera allt til að komast þangað,"
sagði James.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner