Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Lyngby enn í leit að fyrsta sigrinum
Sævar Atli var í byrjunarliði Lyngby en fór af velli í hálfleik
Sævar Atli var í byrjunarliði Lyngby en fór af velli í hálfleik
Mynd: Per Kjærbye
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby töpuðu fyrir OB, 3-1, í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Lyngby er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins.

Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby í kvöld en hann fór af velli í hálfleik.

OB var að leiða með þremur í hálfleik en Frederik Gytkjær minnkaði muninn fyrir Lyngby þegar hálftími var eftir.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður hjá OB á 56. mínútu og hjálpaði sínu liði að landa sigrinum. OB er í 6. sæti með 19 stig en Lyngby áfram á botninum með 5 stig. Alfreð Finnbogason var ekki með Lyngby í dag vegna meiðsla.

Atli Barkarson kom þá inná sem varamaður er SönderjyskE tapaði fyrir Hilleröd, 3-2, í dönsku B-deildinni. Atli kom inná í hálfleik en SönderjyskE er í 4. sæti deildarinnar með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner