Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Douglas Luiz má spila gegn Brentford - Rauða spjaldið dregið til baka
Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz má spila með Aston Villa gegn Brentford á sunnudag. Villa áfrýjaði rauða spjaldinu hans gegn Fulham og vann það mál í dag.

Villa tapaði fyrir Fulham í gær, 3-0, en Luiz fékk að líta rauða spjaldið á 62. mínútu.

Luiz og Aleksandar Mitrovic áttu í orðaskiptum á vellinum áður en Brasilíumaðurinn gekk að Mitrovic. Hann var rekinn af velli fyrir að skalla Mitrovic en þegar endursýning er skoðuð virkaði þetta fremur harður dómur þar sem hann kemur varla við andlit serbneska framherjans.

Mitrovic féll í grasið með látum og Luiz sendur í sturtu. Villa áfrýjaði rauða spjaldinu til enska knattspyrnusambandsins og var í dag greint frá því að spjaldið hefur verið dregið til baka.

Luiz er því löglegur með liðinu er það mætir Brentford á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner