Knattspyrnusamband Englands, FA, ætlar ekki að rannsaka ummæli sem Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, lét falla eftir fyrir 1-0 sigurinn á Manchester City síðustu helgi.
Klopp sagði fyrir leikinn að félög eins og Manchester City og Newcastle United væru ekki með þak og fjárhagslega gætu félögin gert nákvæmlega það sem þau vilja, en önnur félög gætu það ekki.
Eftir leikinn töluðu fjölmiðlar um það að ummæli hans væru á mörkunum við að byggja á útlendingahatri en Klopp vísaði því á bug eftir sigurinn á Man City.
Enska knattspyrnusambandið mun ekki rannsaka þessi ummæli Klopp.
Klopp minntist ekki á kynþátt, þjóðerni eða menningu og því erfitt að sanna það að ummælin séu byggð á útlendingahatri.
Athugasemdir