Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fös 21. október 2022 14:06
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fréttirnar með Davíð Smára komu á óvart - Vestri gæti orðið skrímsli á næstu ári
Lengjudeildin
'Það var fínt hjá honum að prófa þetta með Kórdrengina'
'Það var fínt hjá honum að prófa þetta með Kórdrengina'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Sammi er rosalega reiðubúinn að borga fyrir þá'
'Sammi er rosalega reiðubúinn að borga fyrir þá'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar og Davíð
Heiðar og Davíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude hætti í síðustu viku sem þjálfari Kórdrengja og var í kjölfarið kynntur sem nýr þjálfari Vestra. Tíðindin komu mörgum á óvart og voru þau til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net í síðustu viku.

Þeir Elvar Geir, Tómas Þór og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ræddu málin.

„Auðvitað kemur á óvart að hann hættir með Kórdrengi. Það hafði eitthvað smá verið í umræðunni að hann væri jafnvel að spá í því síðustu vikur. Það er vel gert hjá Vestra að pikka hann upp," sagði Ómar.

„Ég sá mikið af honum þegar Kórdrengirnir voru í neðri deildunum, spilaði á móti þeim þegar ég var að spila með Ými og annað slíkt. Mér fannst hann gera vera vel í sumar, skil hann alveg að hafa viljað breyta aðeins til frá því sem skilaði honum árangri árið áður - þessi þétti varnarleikur. Það virtist ekki vera að ganga upp og hann fór aftur til baka seinni hluta tímabilsins. Það var fínt hjá honum að prófa þetta með Kórdrengina af því að þeir voru ekki að fara falla úr þessari deild og þannig séð engu að tapa fyrir hann."

„Ég held hann hafi fundið dálítið hvernig hann vill presentera liðin sín og hvernig hann vill gera hlutina. Það er jákvætt að hann hafi prófað þetta og greinilega getur gert hitt vel. Ég held að Vestra liðið muni líkjast því sem við sáum oftar frá Kórdrengjum heldur en endilega því sem hann byrjaði á síðasta sumar,"
bætti Ómar við.

„Mér finnst rosalega vel gert hvernig hann gat búið til þennan grunn. Þeir áttu hörkusumar síðasta sumar og í sumar sáum við framþróun á leik liðsins. Við sáum þetta líka hjá Jóa Kalla þegar hann var þjálfari ÍA. Davíð Smári er kannski ekki alveg með sömu þekkingu og maður eins og Jóhannes Karl Guðjónsson en mér finnst samt rosalega vel gert hvernig hann gat búið til þennan kúltúr og um leið og hann bakkaði þá fóru menn strax í sín hlutverk og þeir fóru að raða inn stigunum," sagði Tómas. Davíð Smári hefur verið þjálfari Kórdrengja frá því félagið hóf að spila í 4. deild árið 2017.

„Það voru áhugaverð ummæli hjá Samma hjá Vestra, segir að hann hélt að Davíð Smári væri einfaldlega ekki laus, að Kórdrengir væru barnið hans og þarna myndi hann vera á meðan Kórdrengir væru til. Nú er Davíð Smári að senda skilaboð að hann er þjálfari á markaðnum. Davíð segir strax að það hafi verið auðveld ákvörðun að flytja á Ísafjörð sem er eitthvað sem Vestfirðingar eru ekki vanir," sagði Elvar.

„Miðað við hvað hann er góður að finna erlenda leikmenn - og Sammi er rosalega reiðubúinn að borga fyrir þá - gæti þetta ekki orðið alvöru skrímsli í deildinni á næsta ári?" velti Tómas fyrir sér.

„Jú klárlega. Það er rétt, Sammi hefur verið mjög viljugur til að gera heilan helling fyrir klúbbinn sem er frábært fyrir þá. Það má gera ráð fyrir því (að Vestri geti gert góða hluti) en svo held ég að Heiðar (Helguson) hafi átt stóran þátt í þeim útlendingum sem þeir voru að fá síðustu tvö ár. Ef Heiðar er ekki að fara þjálfa áfram í deildinni þá kannski verður Davíð dálítið í símanum við hann ef það er þannig að Heiðar hafi spilað stóran þátt í því að fá útlendinga til liðsins," sagði Ómar.

Elvar velti þá þeim möguleika upp hvort að Davíð fengi Heiðar með sér til að aðstoða við þjálfun liðsins.

Nánar var rætt um Davíð Smára og Vestra í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Til dæmis var rætt um að þetta gætu orðið mikil viðbrigði fyrir Davíð Smára sem hefur ráðið miklu hjá Kórdrengjum.

Sjá einnig:
Sammi: Hélt að Davíð yrði hjá Kórdrengjum að eilífu
Davíð Smári: Hógværð kannski ekki ein af hans sterku hliðum
Útvarpsþátturinn - Ómar Ingi og helstu boltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner