Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
banner
   fös 21. október 2022 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Gabriel framlengir við Arsenal (Staðfest) - „Besti dagur lífs míns"
Gabriel Magalhaes er samningsbundinn Arsenal til 2027
Gabriel Magalhaes er samningsbundinn Arsenal til 2027
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes framlengdi í dag samning sinn við Arsenal til ársins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Gabriel, sem er 24 ára gamall, kom til Arsenal frá Lille fyrir tveimur árum fyrir um það bil 27 milljónir punda og skrifaði hann þá undir langtímasamning.

Á þessum tveimur árum hefur honum tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði Arsenal.

Hann á stóran þátt í því að liðið situr nú í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal er nú að vinna í því að framlengja samninga hjá lykilmönnum liðsins og skrifaði Gabriel í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Gabriel hefur spilað 13 leiki í öllum keppnum með Arsenal á þessari leiktíð og skorað 1 mark.

„Þetta er besti dagur lífs míns," sagði Gabriel eftir að hafa skrifað undir samninginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner