Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes framlengdi í dag samning sinn við Arsenal til ársins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Gabriel, sem er 24 ára gamall, kom til Arsenal frá Lille fyrir tveimur árum fyrir um það bil 27 milljónir punda og skrifaði hann þá undir langtímasamning.
Á þessum tveimur árum hefur honum tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði Arsenal.
Hann á stóran þátt í því að liðið situr nú í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal er nú að vinna í því að framlengja samninga hjá lykilmönnum liðsins og skrifaði Gabriel í dag undir nýjan fimm ára samning við félagið.
Gabriel hefur spilað 13 leiki í öllum keppnum með Arsenal á þessari leiktíð og skorað 1 mark.
„Þetta er besti dagur lífs míns," sagði Gabriel eftir að hafa skrifað undir samninginn.
Committed ✊
— Arsenal (@Arsenal) October 21, 2022
We are delighted to announce Gabriel Magalhaes has signed a new long-term deal with us ❤️
🙌 @biel_m04
Athugasemdir