Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar markahrókunum fyrir að biðja um launabreytingu
Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það bárust áhugaverðar fréttir um það í gær að Katrín Ásbjörnsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir hefðu báðar nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum sínum hjá Stjörnunni.

Báðar voru þær gríðarlega öflugar í Bestu deildinni og voru valdar í lið ársins.

Samvinna þeirra var eftirtektarverð þar sem Jasmín spilaði aðeins fyrir aftur Katrínu í sóknarleik Stjörnunnar. Jasmín endaði sem markadrottning deildarinnar með ellefu mörk og gerði Katrín níu mörk.

Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir í samtali við Vísi að hann fagni því að leikmennirnir fari fram á launahækkun við Stjörnuna. Hann er vongóður um að halda þeim.

„Mér finnst þetta bara frábært hjá þeim. Þetta sýnir hversu miklir karakterar og sterkir persónuleikar þær eru, að þær fari fram á að breyta launaliðnum eins og var fyrir í þeirra samningi akkúrat núna. Þær fóru í það að reyna að laga aðeins launaliðinn og Stjarnan er heldur betur til í að semja við þær um það," sagði Kristján en Stjarnan er að fara að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Þetta er nýr veruleiki fyrir stjórnir knattspyrnudeilda um allt land. Þetta er fólk sem kemur kannski upphaflega inn á þeim forsendum að fylgjast með karlaliðinu, en nú hafa orðið svo ofboðslega örar breytingar í kvennaboltanum að peningarnir eru farnir að koma inn þar. Þá þarf að bregðast við. Félögin þurfa að aðlaga sig að breyttum aðstæðum," segir Kristján.

Það er möguleiki á því að bæði Katrín og Jasmín muni róa á önnur mið en Stjarnan vill auðvitað halda þeim. Ef þær kjósa að fara annað þá segir Kristján að félagið muni fylla í þeirra skarð.
Athugasemdir
banner
banner
banner