Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 21:22
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Mbappe allt í öllu í sigri PSG
Kylian Mbappe og Lionel Messi léku sér að Ajaccio
Kylian Mbappe og Lionel Messi léku sér að Ajaccio
Mynd: EPA
Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu Ajaccio, 3-0, í frönsku fyrstu deildinni í kvöld en þeir Lionel Messi og Kylian Mbappe sáu um mörkin.

Mbappe skoraði fyrsta markið á 24. mínútu. PSG vann boltann á miðsvæðinu. Carlos Soler kom boltanum á Messi sem stakk honum vinstra megin í gegn á Mbappe og átti hann laglega afgreiðslu framhjá markverði Ajaccio og í netið.

Þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum gerði Messi annað mark PSG.

Leikmenn PSG spiluðu boltanum skemmtilega sín á milli áður en Messi fékk boltann. Hann lagði hann á Mbappe sem átti laglega sendingu aftur inn fyrir á Messi og var hann ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið.

Þetta virtist alltof auðvelt fyrir PSG því nokkrum mínútum fyrir leikslok lagði Messi boltann inn á Mbappe sem tók hann í fyrsta rétt fyrir utan teig og í vinstra hornið.

Lokatölur 3-0 fyrir PSG sem er á toppnum með 32 stig, sex stigum meira en Lorient sem er í öðru sæti. Mbappe er með 10 mörk og 2 stoðsendingar á meðan Messi er með 6 mörk og 9 stoðsendingar á tímabilinu til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner