
Markvörðurinn Mike Maignan þarf að bíta í það súra epli að vera missa af HM í Katar.
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, sagði frá því á fréttamannafundi í dag að Maignan verði fjarverandi vegna meiðsla þangað til nýtt ár gengur í garð.
Maignan meiddist í landsliðsverkefni í síðasta mánuði, en þau meiðsli tóku sig aftur upp á æfingu fyrir stuttu.
Maignan, sem hefur verið frábær fyrir Milan, var bókað að fara með á HM sem einn af þremur markvörðum Frakklands en því miður fyrir hann þá missir hann af mótinu.
Þetta er ekki fyrsti leikmaðurinn sem Frakkland missir í meiðsli fyrir mótið. Miðjumaðurinn N'Golo Kante meiddist illa og verður fjarverandi í nokkra mánuði.
Athugasemdir