Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Haaland verði fyrsti leikmaðurinn til að kosta milljarð
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Rafaela Pimenta, umboðsmaður norska framherjans Erling Braut Haaland, segir að leikmaðurinn gæti kostað einn milljarð punda í framtíðinni.

Enginn leikmaður í heiminum hefur verið seldur fyrir einn milljarð punda í dag en Neymar er í dag dýrasti leikmaður allra tíma.

Neymar kostaði 222 milljónir evra er hann kom til Paris Saint-Germain frá Barcelona árið 2017 en inn í það vantar umboðsmannalaun, undirskriftabónusa, laun og ímyndarrétt leikmannsins. Samkvæmt fréttaveitum er talið að kaupin hafi kostað vel yfir 450 milljónir punda.

Pimenta segir að þetta met verði slegið í framtíðinni og það verði Haaland sem geri það.

Haaland er að gera frábæra hluti með Manchester City en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund fyrir 51 milljón punda í sumar en inn í það vantar launin og annan aukakostnað.

„Ég held það því ef þú leggur saman kaupverðið, ímyndarréttinn og auglýsingasamninginn þá er virðið klárlega komið upp í einn milljarð," sagði Pimenta.

„Það er eðlilegt að bera Erling saman við Kylian Mbappe og þá ertu kominn með skýrari mynd af markaðnum. Ég held að Erling verði fyrsti leikmaðurinn sem mun kosta í kringum milljarð," sagði Pimenta enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner