Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   fös 21. október 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KA 
Stubbur framlengir við KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur greint frá því að Steinþór Már Auðunsson, eða Stubbur eins og hann er iðulega kallaður, hafi skrifað undir nýjan samning við KA. Nýi samningurinn gildir út sumarið 2024.

Stubbur er uppalinn hjá KA og sló í gegn á síðasta tímabili. Hann var valinn besti leikmaður KA í fyrra eftir að hafa stigið inn sem aðalmarkvörður í kjölfar meiðsla Kristijan Jajalo skömmu fyrir fyrsta deildarleik.

Stubbur, sem er 32 ára, byrjaði tímabilið í ár á milli stanganna en missti sætið til Jajalo í júlí.

Á þessu tímabili hefur hann leikið 11 leiki í deild og bikar og er nú kominn með samtals 37 leiki í meistaraflokki fyrir KA. Hann lék tvo deildarleiki með KA sumarið 2007 þá aðeins 17 ára gamall en frá árinu 2010 lék hann með Völsung, Dalvík/Reyni, Þór og Magna. Með Magna var hann lykilleikmaður í ævintýrinu í næstefstu deild áður en hann sneri loks aftur heim fyrir síðustu leiktíð.

Leikmenn sem eru að renna út á samningi hjá KA:
Elfar Árni Aðalsteinsson 1990 16.10.2022
Bryan Van Den Bogaert 1991 31.12.2022
Steinþór Freyr Þorsteinsson 1985 31.12.2022
Áki Sölvason 1999 31.10.2022
Kristijan Jajalo 1993 16.10.2022
Gaber Dobrovoljc 1993 31.12.2022
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner