Anthony Martial er enn fjarri góðu gamni og verður ekki með Manchester United gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Erik ten Hag staðfesti það á fréttamannafundi í dag að Martial yrði ekki með.
Erik ten Hag staðfesti það á fréttamannafundi í dag að Martial yrði ekki með.
United verður því án bæði Cristiano Ronaldo og Martial í stórleiknum á morgun.
Martial, sem er 26 ára, hefur ekki verið mikið með á þessu tímabili vegna meiðsla. Hann er búinn að koma við sögu í þremur deildarleikjum á þessari leiktíð og hefur skorað tvö mörk.
Chelsea og Man Utd eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en það munar einu stigi á liðunum fyrir leikinn á morgun.
Athugasemdir