Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   fös 21. október 2022 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Valbuena óskar Benzema til hamingju með að hafa unnið Ballon d'Or
Franski framherjinn Karim Benzema vann hin eftirsóttu Ballon d'Or verðlaun á dögunum en það er í fyrsta sinn sem kappinn vinnur þessi verðlaun.

Benzema var frábær með Real Madrid á síðustu leiktíð og hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu og La Liga. Þá hann hann Þjóðadeild Evrópu með Frökkum.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir leikmanninn en það kom þó ein úr ansi óvæntri átt. Mathieu Valbuena, fyrrum liðsfélagi Benzema í franska landsliðinu, segir Benzema vel að þessu kominn.

Benzema var fundinn sekur um að hafa átt þátt í því að kúga fé úr Valbuena árið 2015. Dæmt var í málinu á síðasta ári og þurfti Benzema að greiða 75 þúsund evrur í sekt.

Leikmennirnir voru báðir teknir úr franska landsliðinu. Benzema var í sex ára útlegð áður en hann snéri aftur fyrir Evrópumótið á síðasta ári en þetta mál bitnaði einnig á Valbuena sem hefur ekki spilað síðan.

Valbuena átti að fara á EM 2016 en Didier Deschamps, þjálfari landsliðsins, var ráðlagt að velja hann ekki vegna málsins og fór því svo að hann var ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Frakklandi síðan 2015.

Það virðist þó ekkert illt á milli þeirra í dag en Valbuena kastaði hamingjuóskum á Benzema í viðtali við 90Football.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd og hann er vel að þessu kominn," sagði Valbuena.

„Ég hef alltaf haft þá reglu í lífinu að geta aðskilið fótbolta og það sem gerist utan fótboltans. Hann átti stórkostlegt tímabil og þegar þú hefur verið að spila fyrir félag eins og Real Madrid í svona mörg ár og ert að spila vel þá væri það ekki hlutlaust ef ég myndi segja að hann ætti þetta ekki skilið," sagði Valbuena í lokin.
Athugasemdir
banner
banner