Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   þri 22. ágúst 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Áttu löng og erfið samtöl - „Ekki margir 34 ára sem fá tveggja ára samning á fínum pakka"
Alfreð og Guðlaugur Victor eru samherjar hjá Eupen.
Alfreð og Guðlaugur Victor eru samherjar hjá Eupen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er líka hrós til hans að hafa valið rétt, treysti okkur fyrir því að lyfta sér upp og fann gleðina. Svo var hann byrjaður að spila það góðan fótbolta að það var enginn vafi um gæðin í honum.
Þetta er líka hrós til hans að hafa valið rétt, treysti okkur fyrir því að lyfta sér upp og fann gleðina. Svo var hann byrjaður að spila það góðan fótbolta að það var enginn vafi um gæðin í honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas er kominn til Lyngby. Þau félagaskipti voru í vinnslu áður en möguleikinn á því að Alfreð færi kom upp.
Andri Lucas er kominn til Lyngby. Þau félagaskipti voru í vinnslu áður en möguleikinn á því að Alfreð færi kom upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli hefur bæði spilað miðsvæðis sem og í fremstu víglínu.
Sævar Atli hefur bæði spilað miðsvæðis sem og í fremstu víglínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Þetta er bara saga sem enginn átti von á, en er líka hrós til verkefnisins sem við erum með í Lyngby.
Þetta er bara saga sem enginn átti von á, en er líka hrós til verkefnisins sem við erum með í Lyngby.
Mynd: Lyngby
Alfreð Finnbogason var á föstudag kynntur sem nýr leikmaður Eupen. Alfreð var keyptur frá Lyngby þar sem hann hafði skrifað undir nýjan eins árs samning fyrr í sumar. Alfreð fékk tveggja ára samning í Belgíu og spilar þar með Guðlaugi Victori Pálssyni en þeir spila saman í landsliðinu og léku saman hjá Fjölni í yngri flokkum.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, ræddi í dag við Fótbolta.net og var hann spurður út í félagaskiptamarkaðinn. Alfreð er annar af tveimur lykilmönnum sem Lyngby hefur selt í sumar. Fyrr í þessum mánuði fór Lucas Hey til Nordsjælland.

Þetta er annar hlutinn af viðtalinu við Freysa.

Fyrsti hluti:
Freysi: Félagið hefur ekki náð því í 25 ár

Félagaskipti Alfreðs komu eins og þruma úr heiðskíru lofti.

„Ég veit af þessu á sunnudagskvöld eftir leikinn gegn Bröndby. Þá frétti ég af því að það sé búið að bjóða Alfreð gott tækifæri í Belgíu og klúbbarnir þyrftu að finna lausn á því. Ég og Alfreð áttum löng og erfið samtöl í kjölfarið og fórum yfir stöðuna. Það var mjög erfiður sunnudagur, tap gegn Bröndby og fá svo þessar fréttir í kjölfarið, ekki skemmtilegur dagur."

„Þetta var engan veginn í plönunum og ekki í hans plönum heldur. Þetta sýnir hvað fótboltinn er óútreiknanlegur. Við í Lyngby og flestir klúbbar tölum um leikmenn sem eru söluvænar vörur. Alfreð var ekki á þeim lista, ekki heldur á B-listanum og heldur ekki á C-listanum. Þetta kom gjörsamlega eins og þruma úr heiðskíru lofti, en sýnir bara að allt er óútreiknanlegt. Það er erfitt að gera plön í fótbolta, þú verður að reyna fara eftir einhverri strategíu en svo getur alltaf eitthvað óvænt komið upp."

„Þetta er hins vega stórt hrós til starfsteymisins í Lyngby sem hefur hjálpað honum að komast á lappir og rúmlega það. Þetta er líka hrós til hans að hafa valið rétt, treysti okkur fyrir því að lyfta sér upp og fann gleðina. Svo var hann byrjaður að spila það góðan fótbolta að það var enginn vafi um gæðin í honum."

„Þótt hann sé 34 ára og verður 35 í febrúar þá var hann bara ferskur og Eupen var tilbúið að kaupa hann frá okkur og bjóða honum tveggja ára samning sem var þess eðlis að það var þess virði að hans eigin mati að fara þangað. Þetta er bara saga sem enginn átti von á, en er líka hrós til verkefnisins sem við erum með í Lyngby. Þetta er frábært að horfa á Alfreð frá því að fara úr því að vera í erfiðleikum í það að blómstra. Mjög skemmtilegur tími."


Fjárhagslega skref upp á við
Er Eupen klárt skref upp frá Lyngby?

„Það er erfitt fyrir mig að meta það, en það er allavega 100% level upp á við fjárhagslega. Eupen er með miklu meiri pening milli handanna heldur en Lyngby. Aðstaðan er ágæt, ég hef tekið þátt í landsleik á vellinum þeirra og eru með tengingar við Katar og Aspire sem eru ofboðslega sterkir varðandi faglega þáttinn."

„Ég sá klippur úr leiknum þeirra um helgina, það er erfitt að meta hversu góðir þeir eru miðað við okkur. En það skiptir ekki öllu máli, deildin er góð og klúbburinn sýndi honum mikinn áhuga. Að fá tveggja ára samning, það eru ekkert margir 34-35 ára sem fá tveggja ára samning á fínum pakka."


Ekki auðvelt að sætta sig við þetta
Fannstu á Alfreð að þetta var erfitt fyrir hann?

„Þetta var mjög erfitt, á því var enginn vafi. Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Það var líka ekki auðvelt fyrir mig að sætta mig við þetta í byrjun. En svo þegar maður leggur öll spilin á borðið og sérð hlutinn út frá öllum sjónarhornum, þá verður maður að taka því sem kemur. Þetta var mjög erfitt fyrir alla aðila á ákveðnum tímapunktum, en á einhverjum tíma verður maður að sætta sig við þetta, bæði hann og ég, við í klúbbnum og halda áfram."

Andri Lucas verið lengi á radarnum
Var strax farið í það að finna mann í staðinn og hvenær kemur nafn Andra Lucas Guðjohnsen upp á borðið?

„Andri Lucas kom inn á borðið hjá okkur fyrr en meira ári síðan þegar hann fer í Norrköping. Hann er búinn að vera á radarnum hjá okkur lengi. Viðræðurnar við Andra Lucas og Norrköping voru byrjaðar áður en þetta kom upp með Alfreð. Við vildum fá Andra Lucas þótt Alfreð hefði verið áfram."

„Svo gerist þetta og sem betur fer vorum við komnir langt með viðræðurnar svo við gátum klárað það mjög hratt til að hafa hann kláran þegar Alfreð færi. Það tókst."


Ef eitthvað gott kemur upp þá tökum við það
Er Lyngby þá að leita að öðrum sóknarmanni eða ertu ánægður með stöðuna?

„Ég er ánægður með þetta, en það er samt ekki útilokað að við tökum eitthvað í viðbót. Við erum ekki með mikið af 'transfer fee' milli handanna og þurfum að velja rétt. Við erum að skoða, ef það kemur eitthvað gott upp þá tökum við það."

Hefðu getað selt hann frá Danmörku á hærri upphæðir
Lucas Hey átti frábært tímabil í fyrra. Hvernig var að missa þennan unga og öfluga varnarmann til Nordsjælland? Var það svekkjandi?

„Já, ég var svekktur með þetta á þessum tímapunkti. Ég trúi því að hann hefði getað haldið áfram að þróa sig hjá okkur á þann veg sem hann var búinn að vera gera. Við hefðum getað selt hann út fyrir Danmörku á hærri upphæðir. En þegar leikmaðurinn á níu mánuði eftir af samning og við fáum þetta gott boð inn á borð til okkar, þá er klúbburinn í voða erfiðri stöðu. Það var eiginlega ekkert annað í boði fyrir okkur en að samþykkja þetta boð á endanum og leyfa honum að fara. En ég var ekkert sérstaklega ánægður með það."

Fengu talsvert meira fyrir Hey
Eru svipuð kaupverð fyrir Alfreð sem fer til Belgíu og Hey sem fer milli félaga í Danmörku?

„Nei nei, Alfreð fer á miklu minni upphæð. Það var mjög stór upphæð sem við fengum fyrir Lucas, veit ekki nákvæmlega tölurnar en það er töluverður munur á kaupverðinu."

Verður Sævar Atli Magnússon meira í fremstu víglínu eftir að Alfreð er farinn?

„Eins og hópurinn er settur saman núna þá mun hann halda áfram að leysa þetta blandaða (hybrid) hlutverk sem hann er búinn að vera í; bæði miðja og senter. Hann mun líka vera einn af níunum, mun flakka á milli eftir leikjum."

Hefur hafnað öllum fjórum tilboðunum
Miðjumaðurinn Tochi Chukwuani er einn af þeim sem hefur verið orðaður í burtu frá Lyngby. Orðaður meðal annars við félög í Tyrklandi. Líður honum svona vel í Lyngby að hann er ekki farinn, eða er hár verðmiði á honum?

„Klúbburinn er búinn að samþykkja fjögur boð í hann, en hann er búinn að neita þeim öllum. Hann er mjög ánægður, það fer ekki á milli máli og er að spila hrikalega vel. Hann er líka bara ofboðslega klár náungi og vill að næsta skref sé rétt út frá fótboltalegum forsendum, ekki út frá fjárhagslegum forsendum."

„Hann er bara tvítugur og hefur nægan tíma til að þéna pening. Það er bara klókt hjá honum. En að sama skapi erum við í sömu stöðu með hann og Lucas Hey, hann á bara níu mánuði eftir af samningnum, þess vegna hefur klúbburinn samþykkt þessi fínu tilboð. Hann hefur neitað þeim félögum og ég fagna því, hann er stórkostlegur leikmaður,"
sagði Freysi.
Athugasemdir
banner