Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 22. ágúst 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gummi Magg spáir í 19. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram.
Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
King McAusland skorar með skalla.
King McAusland skorar með skalla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi spáir því að Víðir geri sigurmarkið fyrir ÍBV.
Gummi spáir því að Víðir geri sigurmarkið fyrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Höskulds snýr aftur í Breiðholtið um helgina.
Siggi Höskulds snýr aftur í Breiðholtið um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur spenna í Lengjudeild karla en 19. umferð fer af stað í kvöld. Fyrir umferðina er ÍBV með einu stigi meira en Fjölnir á toppi deildarinnar.

Þá er baráttan um umspilssætin fimm afskaplega hörð og verður spennandi að sjá hvernig það þróast.

Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, spáir í leikina sem eru framundan í 19. umferðinni.

Njarðvík 3 - 1 Grótta (18:00 í kvöld)
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Njarðvik þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér í úrslitakeppnissæti. Magnað starf sem Gunnar Heiðar hefur unnið í Njarðvík og er að sanna sig sem hörku þjálfari. Grótta í brasi, komnir með nýjan stjóra í brúnna. Igor á eftir að vinna gott starf fyrir Gróttu en því miður tapa þeir þessum leik. Omar Diouck með 2 og Indriði Áki með mörkin fyrir Njarðvík og Pétur Theódór með mark Gróttu.

Fjölnir 2 - 2 ÍR (18:00 í kvöld)
Hörkuleikur milli tveggja liða sem vilja gera allt til að ná sér í play-off sæti. Mikið hrós til beggja liða fyrir spilamennskuna í sumar. Ekki margir sem sáu fyrir sér að Fjölnir yrðu eitt af toppliðunum og hvað þá að ÍR-ingar yrðu í baráttunni um að komast upp. Mikill baráttuleikur framundan og mikill hiti. ERA bræður, Axel Freyr og Máni Austmann með sitthvort markið, þriðji ERA bróðirinn, Reynir Haralds með stoðsendingu í báðum mörkunum. King Marc Mcausland skorar með skalla og Kristján Atli með skot fyrir utan teig fyrir ÍR-inga.

ÍBV 3 - 2 Afturelding (14:00 á laugardag)
Fyrir mót hefði maður séð fyrir sér að þetta væri úrslitaleikur um efsta sætið í deildinni. Eyjamenn á góðu skriði undanfarið og mikill meðvindur með þeim. Afturelding ekki verið sannfærandi í sumar en vonandi fyrir þá komast þeir í play-offs. Sigurður Arnar og Oliver skora fyrir ÍBV og koma þeim í 2-0. Aron Jó jafnar með 2 mörkum. Þegar líður á seinni hálfleik gerir Hemmi Hreiðars skiptingu til þess að reyna vinna leikinn og það tekst þar sem enginn annar en Víðir Þorvarðar skorar winnerinn og tekur Lunda-fagnið!

Þróttur R. 1 - 3 Keflavík (14:00 á laugardag)
Keflavík er á góðu skriði og þeir sýna það í þessum leik að þeir ætla sér upp. Óvæntur Sindri Snær skorar 1 mark og Mladen með 2. Gríski (Aron Snær) skorar fyrir Þróttara eftir langan diagonal bolta frá Þóri “alt muligt mand” Guðjóns.

Leiknir R. 1 - 2 Þór (16:00 á laugardag)
Tvö lið með vonbrigðar tímabil. Siggi Höskulds snýr heim og tekur 3 stigin með sér norður yfir heiðar. Aron Einar með 1 og Alexander Þorláks með 1. Omar Sowe klórar í bakkann fyrir Leiknismenn.

Dalvík/Reynir 1 - 1 Grindavík (16:00 á laugardag)
Erfiður útivöllur en Grindvíkingar ná í 1 stig sem telur lítið fyrir bæði lið. Grunar að það gæti komið rautt spjald í þessum leik jafnvel tvö. Sigurjón Rúnars stangar boltann inn eftir fast leikatriði en Þröstur Mikael fer fyrir sínum mönnum og jafnar leikinn af harðfylgi.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Bomban (1 réttur)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Ívar Árnason (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner