Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 14:58
Aksentije Milisic
Besta deildin: Keflavík niðurlægði Leikni sem féll - ÍA með frábæra endurkomu
Adam með tvennu.
Adam með tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor skoraði í sigri ÍA.
Viktor skoraði í sigri ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveimur leikjum var að ljúka í neðri helming Bestu deildar karla en spilað var á Skaganum og á Fylkisvelli.


Leiknir er fallið í Lengjudeildina eftir leiki dagsins. Keflavík niðurlægði Leikni á Fylkisvellinu á meðan ÍA náði í góðan endurkomusigur gegn ÍBV á Skaganum.

Leiknir þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga von á að halda sæti sínu. Liðið gat ekki spilað á Domusnovavellinum svo leikurinn var færður á gervigrasið í Árbænum.

Skemmst er frá því að segja að Leiknir fékk risa skell og ekki var þetta fyrsti skellurinn á þessu tímabili.

Adam Ægir Pálsson og Dagur Ingi Valsson gerðu báðir tvennu fyrir Keflavík í leiknum en staðan var 0-3 í hálfleik. Leiknir er því fallið en Keflavík er í sjöunda sætinu.

Á Skaganum komst ÍBV í tveggja marka forystu en mörk frá Viktori Jónssyni og Ármanni Inga Finnbogasyni á tveggja mínútna kafla komu stöðunni í 2-2.

Það var síðan Hlynur Sævar Jónsson sem tryggði ÍA stigin þrjú og fullkomnaði frábæra endurkomu. Því miður fyrir ÍA er FH með miklu betra markahlutfall heldur en ÍA og því er það nær ómögulegt fyrir ÍA að fara upp fyrir FH þó að FH tapi síðustu tveimur leikjunum.

ÍA 3 - 2 ÍBV
0-1 Felix Örn Friðriksson ('4 )
0-2 Breki Ómarsson ('50 )
1-2 Viktor Jónsson ('72 )
2-2 Ármann Ingi Finnbogason ('74 )
3-2 Hlynur Sævar Jónsson ('90)

Lestu um leikinn

Leiknir R. 1 - 7 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('34 )
0-2 Adam Ægir Pálsson ('36 )
0-3 Adam Ægir Pálsson ('41 )
1-3 Róbert Hauksson ('53 )
1-4 Kian Paul James Williams ('71 )
1-5 Sindri Snær Magnússon ('77 )
1-6 Dagur Ingi Valsson ('82 )
1-7 Dagur Ingi Valsson ('84)

Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner