Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 15:36
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Man Utd: Eriksen mættur - Fjórar breytingar hjá Chelsea
Eriksen er í byrjunarliðinu hjá Man Utd í dag.
Eriksen er í byrjunarliðinu hjá Man Utd í dag.
Mynd: EPA
Aubameyang byrjar.
Aubameyang byrjar.
Mynd: EPA

Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni fer fram klukkan 16:30 en þá mætast Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge.


Þegar liðin mættust á síðustu leiktíð enduðu báðir leikirnir með 1-1 jafntefli en bæði lið hafa verið að spila vel að undanförnu og safna inn stigunum.

Chelsea hefur gengið vel undir stjórn Graham Potter en liðið missteig sig þó í miðri viku gegn Brentford en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Á sama tíma átti Man Utd frábæra frammistöðu gegn Tottenham Hotspur og vann liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrir leikinn í dag munar einungis einu stigi á liðunum og því má búast við mjög áhugaverðum leik eftir tæpa klukkustund.

Graham Potter, stjóri Chelsea, gerir fjórar breytingar á sínu liði. Ben Chilwell, Thiago Silva, Raheem Sterling og Pierre-Emile Aubameyang koma inn í liðið og út fara Conor Gallagher, Kalidou Koulibaly, Kai Havertz og Armando Broja.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, gerir eina breytingu á sínu liði. Christian Eriksen er klár í slaginn og hann fer í liðið á kostnað Fred.

Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Chalobah, Silva, Cucurella, Chilwell, Jorginho, Loftus-Cheek, Mount, Sterling, Aubameyang.
(Varamenn: Mendy, Kovacic, Broja, Pulisic, Zakaria, Ziyech, Chukwuemeka, Havertz, Gallagher)

Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw, Casemiro, Eriksen, Antony, Fernandes, Sancho, Rashford.
(Varamenn: Heaton, Lindelof, Pellistri, Elanga, McTominay, Garnacho, Fred, Iqbal, Malacia)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner