Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Chelsea og Man Utd: Rashford og Sancho fjarkaðir
Mynd: EPA

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var besti maður vallarins er Manchester United gerði 1-1 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge.


Jorginho tók forystuna fyrir Chelsea undir lok leiksins þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Scott McTominay gerðist brotlegur í hornspyrnu.

Rauðu djöflarnir juku sóknarþungan og náðu að gera jöfnunarmark í uppbótartíma. Þar var Casemiro á ferð og skoraði hann með frábærum skalla sem Kepa var afar nálægt að verja, en boltinn rétt skreið yfir marklínuna.

Casemiro fær 7 í einkunn fyrir sinn þátt í leiknum rétt eins og Kepa, Trevoh Chalobah, Jorginho, Mateo Kovacic, Lisandro Martinez og Luke Shaw. Þetta voru bestu menn vallarins en verstu mennirnir voru Jadon Sancho og Marcus Rashford í sóknarlínu Man Utd.

Þeir fá 4 í einkunn frá Sky Sports á meðan þrír liðsfélagar þeirra fá 5 fyrir sinn þátt. Til samanburðar eru sex leikmenn í liði Chelsea sem fá 5 í einkunn.

Chelsea: Kepa (7), Azpilicueta (6), Chalobah (7), Thiago Silva (6), Cucurella (5), Loftus-Cheek (5), Jorginho (7), Chilwell (6), Mount (6), Sterling (5), Aubameyang (5).
Varamenn: Kovacic (7), Pulisic (5), Broja (6), Chukwuemeka (5).

Man Utd: De Gea (6), Dalot (6), Varane (6), Martinez (7), Shaw (7), Casemiro (7), Eriksen (6), Antony (5), Fernandes (6), Sancho (4), Rashford (4).
Varamenn: Lindelof (6), Fred (6), Elanga (5), McTominay (5).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner