Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 17:12
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Gomez skúrkurinn í Nottingham
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni og hefur Sky Sports gefið leikmönnum einkunnir.


Steve Cook var maður leiksins í óvæntum 1-0 sigri nýliða Nottingham Forest gegn Liverpool. Hann fékk 9 í einkunn eins og fjórir aðrir liðsfélagar sínir, þar á meðal markvörðurinn Dean Henderson og hægri bakvörðurinn Serge Aurier.

Joe Gomez var helsti skúrkurinn í liði Liverpool og fær aðeins 4 í einkunn á meðan liðsfélagar hans fá ýmist 5 eða 6.

Kevin De Bruyne var þá besti leikmaður vallarins í flottum 3-1 sigri Manchester City gegn Brighton. Hann og Erling Haaland eru þeir einu sem fengu 8 í einkunn, en Haaland skoraði tvennu og De Bruyne eitt.

Að lokum var Dominic Calvert-Lewin maður leiksins í flottum sigri Everton gegn Crystal Palace. Calvert-Lewin skoraði fyrsta mark leiksins og fær 8 í einkunn, rétt eins og Alex Iwobi sem gaf tvær stoðsendingar og Anthony Gordon sem komst einnig á blað.

Forest: Henderson (9), Aurier (9), Cook (9) McKenna (8), Williams (8), Kouyate (9), Yates (8), Freuler (8), Lingard (8), Awoniyi (9), Gibbs-White (8).
Varamenn: Johnson (6), Worrall (7), Renan Lodi (6), Mangala (6).

Liverpool: Alisson (6), Milner (5), Gomez (4), Van Dijk (5), Robertson (6), Fabinho (6), Jones (5), Elliott (6), Salah (5), Firmino (5), Carvalho (6).
Varamenn: Alexander-Arnold (6), Henderson (6), Oxlade-Chamberlain (6).


Man City: Ederson (6), Cancelo (7), Akanji (6), Dias (6), Laporte (6), De Bruyne (8), Rodri (7), Grealish (6), Silva (7), Mahrez (6), Haaland (8).
Varamenn: Foden (7), Palmer (6)

Brighton: Sanchez (6), Veltman (6), Dunk (7), Webster (7), Gross (7), Mac Allister (7), Caicedo (6), Trossard (7), March (7), Lallana (6), Welbeck (6).
Varamenn: Lamptey (7), Estupinan (6)


Everton: Pickford (7), Coleman (8), Tarkowski (8), Coady (8), Mykolenko (8), Onana (8), Gueye (7), Gordon (8), Iwobi (8), Gray (7), Calvert-Lewin (8).
Varamenn: McNeil (7)

Crystal Palace: Guaita (6), Ward (6), Andersen (6), Guehi (6), Mitchell (5), Milivojevic (5), Eze (6), Olise (6), Ayew (6), Edouard (6), Zaha (6).
Varamenn: Mateta (6), Schlupp (6),


Athugasemdir
banner
banner
banner