Nott. Forest 1 - 0 Liverpool
1-0 Taiwo Awoniyi ('55 )
Fyrsta leik dagsins er lokið í ensku úrvalsdeildinni en þar mættust Nottingham Forest og Liverpool.
Flestir bjuggust við þægilegum sigri gestanna en Liverpool hefur verið að komast í gang að undanförnu á meðan Forest sat í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn.
Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur en heimamenn vörðust mjög vel og gekk Liverpool illa að skapa sér almennileg marktækifæri.
Virgil van Dijk fékk besta færi hálfleiksins en hann reyndi þá að skalla boltann á Firmino úr dauðafæri þar sem hann gat sjálfur skallað að markinu.
Lítið annað var að frétta úr fyrri hálfleiknum og stuðningsmenn Forest sáttir þegar flautað var til leikhlés.
Á 55. mínútu kom fyrsta markið og var það sóknarmaðurinn Taiwo Awoniyi sem gerði það fyrir Forest. Eftir fast leikatriði kom þrumu skot í stöngina á marki Liverpool og þar var Taiwo fljótastur að átta sig á hlutunum og skilaði hann boltanum auðveldlega í markið.
Eftir þetta voru nýliðarnir mjög ógnandi í skyndisóknum og kom James Millner í veg fyrir það að þeir tækju tveggja marka forystu stuttu síðar. Eins og í fyrri hálfleiknum þá gekk Liverpool mjög illa að skapa sér góð færi í síðari hálfleiknum framan af en þau komu síðan seint í leiknum.
Fimm mínútum fyrir leikslok varði Dean Henderson mjög vel frá Trent Alexander-Arnold en hann komst í gott skallafæri á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson.
Í næstu sókn fékk Yates algjört dauðafæri að klára leikinn fyrir Forest þegar hann slapp í gegn en Alisson Becker varði frábærlega frá honum.
Van Dijk var aftur á ferðinni á lokamínútu leiksins en þá komst hann í mjög gott færi á fjærstönginni eftir aukaspyrnu frá Trent. Dijk setti boltann hins vegar framhjá fjærstönginni.
Í þriðja skiptið fékk Van Dijk dauðafæri og nú eftir hornspyrnu. Hann var einn og óvaldaður í teignum en Henderson varði frábærlega frá honum og tryggði stigin þrjú.
Liverpool tókst ekki að skora og risa sigur hjá nýliðunum staðreynd og allt trylltist á vellinum þegar lokaflautið gall.
Með sigrinum fer Forest úr fallsætinu tímabundið hið minnsta. Liverpool er í sjöunda sætinu.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Newcastle | 28 | 14 | 5 | 9 | 47 | 38 | +9 | 47 |
7 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
8 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
9 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 28 | 9 | 6 | 13 | 32 | 48 | -16 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |