Jasmín Erla Ingadóttir hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna í Bestu Deild kvenna en Jasmín átti frábært tímabil í sumar þegar Stjarnan hafnaði í 2. sæti deildarinnar.
Jasmín varð markahæsti leikmaður deildarinnar en hún skoraði 11 mörk í 18 deildarleikjum og átti stóran þátt í því að Stjarnan fer í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Jasmín kom til Stjörnunnar frá FH árið 2019 og þá hefur hún einnig leikið með Fylki.
„Það er hressandi að vita til þess að við Jasmín förum inn í 5 árið saman með Stjörnunni. Framfarir á hverju ári og ávallt háleit og raunhæf markmið," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari á Facebook síðu Stjörnunnar.
„Spennandi en jafnframt krefjandi mánuðir framundan. Til hamingju."
Athugasemdir