Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   lau 22. október 2022 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Get ekki sagt að við höfum átt skilið að sigra
Mynd: EPA

Graham Potter knattspyrnustjóri Chelsea var svekktur eftir jafntefli gegn Manchester United í dag. Chelsea átti heimaleik en gestirnir frá Manchester voru betri á Stamford Bridge og óheppnir að taka ekki forystuna.


Jorginho kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu en Casemiro náði að jafna með frábærum skalla í uppbótartíma.

„Þetta er svekkjandi því við náðum forystunni svo seint í leiknum en ég verð að viðurkenna að jafntefli er sanngjörn niðurstaða. Ég veit ekki hvort við höfum átt skilið að sigra þennan leik en við sýndum allavega mikla baráttu," sagði Potter, sem skipti vinstri bakverðinum Marc Cucurella af velli í fyrri hálfleik fyrir miðjumanninn Mateo Kovacic. Þessi taktíska skipting breytti gangi mála á vellinum.

„Við vorum ekki með nægilega mikla stjórn á leiknum en það skánaði eftir skiptinguna og leikurinn varð jafnari. Við vorum ekki nógu góðir í sóknarleiknum í dag, við sköpuðum ekki nógu mikið af færum."

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvaldeildarinnar með 21 stig eftir 11 umferðir, einu stigi fyrir ofan Man Utd.

„Vinnuframlagið var gott en ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að sigra. Kepa var óheppinn í markinu, þar sem boltinn rétt skreið yfir marklínuna. Hann hefur verið frábær í haust og þetta er fyrsta markið sem við fáum á okkur í langan tíma."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner