Chelsea og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Chelsea tók forystuna á 87. mínútu þegar Jorginho skoraði úr vítaspyrnu en Scott McTominay, skoskur miðjumaður Man Utd, var dæmdur brotlegur innan vítateigs.
McTominay hélt utan um mitti Armando Broja í hornspyrnu og gat Stuart Attwell dómari lítið annað gert en að dæma vítaspyrnu. Jorginho skoraði örugglega úr spyrnunni og þá þurftu Rauðu djöflarnir að leggja allt í sóknina.
Sóknarþungi djöflanna skilaði sér í uppbótartíma þegar Casemiro átti frábæran skalla eftir fyrirgjöf frá Luke Shaw. Kepa Arrizabalaga, sem átti góðan leik á milli stanga Chelsea, gerði vel að setja hendi í boltann en það dugði ekki til. Boltinn lak nokkra millimetra yfir marklínuna eftir að hafa haft viðkomu í stönginni. Lokatölur 1-1.
Sjáðu vítaspyrnudóminn
Sjáðu jöfnunarmarkið
Sjáðu marklínutæknina