Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   lau 22. október 2022 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Augljóst að við þurfum Ronaldo
Mynd: EPA

Erik ten Hag var augljóslega spurður út í fjarveru Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafntefli Manchester United gegn Chelsea í dag. Ronaldo er í agabanni eftir 2-0 sigur gegn Tottenham í miðri viku og hefur ekki æft með hópnum undanfarna daga.


Ten Hag segir að Ronaldo geti enn reynst mikilvægur hlekkur í liðinu enda séu enn margir leikir eftir af tímabilinu. Það eru einhverjar raddir sem vilja sjá Ronaldo fara burt frá Man Utd eftir hegðun hans á upphafi tímabils en Ten Hag vill gefa stórstjörnunni tækifæri.

„Ronaldo er mikill markaskorari og getur reynst afar mikilvægur fyrir okkur. Það er augljóst að við þurfum á honum að halda, það sást vel í þessum leik hérna í dag. Þetta er leikmaður sem hefur hæfileikana til að klára leiki, það er enginn að efast um það," sagði Ten Hag eftir jafnteflið á Stamford Bridge.

„Ég vil ekki tjá mig meira um þetta mál, ég vil frekar einbeita mér að þessum leik. Strákarnir spiluðu vel og ég verð að hrósa þeim fyrir frammistöðuna þó þeir hafi verið óheppnir á köflum. Mér finnst í raun magnað að þeir hafi spilað svona vel í þessum leik, þetta var fjórði leikurinn okkar á tíu dögum. Að þeir hafi fundið orkuna sem þurfti til að jafna leikinn í uppbótartíma er magnað."

Ten Hag vildi sjá sína menn sigra þennan leik enda voru það Rauðu djöflarnir sem fengu bestu færi leiksins. 

„Rashford fékk tvö stór færi í fyrri hálfleik og Antony eitt. Þetta eru færi sem við verðum að nýta til að geta sigrað gegn stórliðunum. Við vorum betra liðið á vellinum í dag þar sem þeir sköpuðu nánast engin vandræði fyrir varnarlínuna okkar. Miðað við hvernig staðan var orðin erum við sáttir með stigið."

Ten Hag var að lokum spurður út í Raphael Varane sem fór meiddur af velli eftir 60 mínútur.

„Það er erfitt að segja til um hversu alvarleg meiðslin eru. Við þurfum að bíða í 24 klukkutíma áður en við komumst að vandamálinu."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 28 15 10 3 52 24 +28 55
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Chelsea 28 14 7 7 53 36 +17 49
5 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
8 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
9 Bournemouth 28 12 8 8 47 34 +13 44
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 28 10 4 14 55 41 +14 34
14 Man Utd 28 9 7 12 34 40 -6 34
15 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
16 West Ham 28 9 6 13 32 48 -16 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 28 4 5 19 25 62 -37 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner