Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   fim 23. ágúst 2018 21:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við ætlum okkur að vera fyrir ofan þetta strik þegar það verður flautað til leiks í lokin
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld þar sem þessi lið áttust við í svokölluðum fallbaráttuslag en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni að ári. Jafntefli var niðurstaðan en ÍR-ingar jöfnuðu í uppbótartíma venjulegs leiktíma 1-1.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Virkilega svekkjandi, þrjár mínútur eftir og fá mark á sig er nátturlega hundfúlt, við erum að elta stigin og þurfum að gera það, leitandi af stigum þetta er ekki það sem við vildum." Sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Njarðvíkingar fá á sig mörk á lokamínútum leikja sem kosta þá en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar en Rafn Markús vildi þó ekki endilega meina að þetta væri lýsandi fyrir sumarið.
„Hún súmmerar kannski upp byrjunina á sumrinu en við höfum ekki fengið á okkur svona vesen í síðustu leikjum í lokin, frekar verið að skora ef eitthvað er en ef þú villt taka það í heildina að þá er það kannski þannig en þetta var vont mark."

Þrátt fyrir að fyrir Njarðvíkinga sé þetta súrt stig að þá verður það að teljast mikilvægt stig fyrir baráttuna framunan og því var Rafn Markús sammála.
„Já ég held að fyrir leikinn var alveg á hreinu að bæði lið vildu fá stig og eitt stig er allt í lagi og þrjú stig hefði verið gott fyrir bæði lið í þessari baráttu. Þetta verður jafnt greinilega fram að síðasta leik og þessi þrjú stig hefðu verið góð í dag fyrir okkur og líka svo ÍR-ingana en stig fyrir bæði er kannski á endanum bara skítsæmilegt."

Þrátt fyrir að standa einna best að vígi í baráttunni framundan eru Njarðvíkingar ekkert að fara framúr sér og telja ekkert öruggt en aðspurður um að prósentuleggja það hverstu langt þeir væru komnir í sinni baráttu var svarið einfalt.
„0% ég held að það sé bara þannig einfaldlega að við erum að berjast við önnur lið og við eigum jafn mikla möguleika að halda okkur í deildinni og jafn mikla möguleika að fara niður eins og hin liðin."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner