Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 23. ágúst 2018 21:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Við ætlum okkur að vera fyrir ofan þetta strik þegar það verður flautað til leiks í lokin
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvíkingar fengu ÍR-inga í heimsókn á Njarðtaksvöllinn í kvöld þar sem þessi lið áttust við í svokölluðum fallbaráttuslag en bæði þessi lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni að ári. Jafntefli var niðurstaðan en ÍR-ingar jöfnuðu í uppbótartíma venjulegs leiktíma 1-1.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 ÍR

„Virkilega svekkjandi, þrjár mínútur eftir og fá mark á sig er nátturlega hundfúlt, við erum að elta stigin og þurfum að gera það, leitandi af stigum þetta er ekki það sem við vildum." Sagði Rafn Markús þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í sumar sem Njarðvíkingar fá á sig mörk á lokamínútum leikja sem kosta þá en það hefur gerst nokkrum sinnum í sumar en Rafn Markús vildi þó ekki endilega meina að þetta væri lýsandi fyrir sumarið.
„Hún súmmerar kannski upp byrjunina á sumrinu en við höfum ekki fengið á okkur svona vesen í síðustu leikjum í lokin, frekar verið að skora ef eitthvað er en ef þú villt taka það í heildina að þá er það kannski þannig en þetta var vont mark."

Þrátt fyrir að fyrir Njarðvíkinga sé þetta súrt stig að þá verður það að teljast mikilvægt stig fyrir baráttuna framunan og því var Rafn Markús sammála.
„Já ég held að fyrir leikinn var alveg á hreinu að bæði lið vildu fá stig og eitt stig er allt í lagi og þrjú stig hefði verið gott fyrir bæði lið í þessari baráttu. Þetta verður jafnt greinilega fram að síðasta leik og þessi þrjú stig hefðu verið góð í dag fyrir okkur og líka svo ÍR-ingana en stig fyrir bæði er kannski á endanum bara skítsæmilegt."

Þrátt fyrir að standa einna best að vígi í baráttunni framundan eru Njarðvíkingar ekkert að fara framúr sér og telja ekkert öruggt en aðspurður um að prósentuleggja það hverstu langt þeir væru komnir í sinni baráttu var svarið einfalt.
„0% ég held að það sé bara þannig einfaldlega að við erum að berjast við önnur lið og við eigum jafn mikla möguleika að halda okkur í deildinni og jafn mikla möguleika að fara niður eins og hin liðin."



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner