Leiknir vann í kvöld 2-3 útisigur á Gróttu. Leiknir komst í 0-2 strax í byrjun leiks og svo í 0-3 á upphafsmínútu seinni hálfleiks.
Grótta vaknaði við það og spilaði vel í seinni hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokinn.
Lestu meira um Grótta 2-3 Leiknir R. hér.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn.
Grótta vaknaði við það og spilaði vel í seinni hálfleik og var nálægt því að jafna leikinn undir lokinn.
Lestu meira um Grótta 2-3 Leiknir R. hér.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, var í viðtali eftir leik spurður út í leikinn.
„Hundfúlt að tapa á heimavelli og erfitt að gefa tvo mörk í forgjöf," sagði Óskar eftir leik.
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur og við náðum engum takti. Í seinni hálfleik þegar við höfðum engu að tapa var eins og hlekkir færu af mönnum."
„Ég get ekki annað en dáðst af mínum mönnum, vorum mjög nálægt því að jafna sem sýnir seigluna sem þetta lið býr yfir."
„Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Leiknismenn gátu ekki haldið sama tempói í seinni hálfleik og var hann nánast okkar eign."
„Mjög ódýr mörk sem við fáum á okkur og ekki mörk sem eru boðleg í þessari deild."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir