Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 11:40
Elvar Geir Magnússon
Onana: Það tók mig sex mánuði að líða vel hjá Man Utd
Andre Onana markvörður Manchester United.
Andre Onana markvörður Manchester United.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andre Onana markvörður Manchester United segir að það hafi tekið sig sex mánuði að „líða vel“ á Old Trafford. United borgaði 47,2 milljónir punda til að kaupa hann frá Inter í júlí í fyrra.

Onana gerði slæm mistök í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni fyrri helming tímabilsins en eftir að hann kom til baka frá Afríkukeppninni spilaði hann miklu betur.

„Það var talað um mig sem besta markvörð heims þegar ég kom og svo kom skellur og brotlending. Fótboltinn getur verið mjög erfiður. Ég veit hvað ég gerði til að komast á þennan stað, ég veit hver ég er, ég ákvað að standa upp og berjast," segir Onana.

Onana segir að leikmenn fái mjög harða gagnrýni og nefnir liðsfélaga sinn Marcus Rashford sem dæmi. Rashford skoraði 30 mörk á síðasta tímabili en gekk ekki vel á þessu og var ekki valinn í EM hóp Gareth Southgate.

„Við erum að tala um sama leikmanninn. Er hann allt í einu orðinn lélegur leikmaður? Nei. Þú getur átt slæmt tímabil eða slæma byrjun. Rashy er að mínu mati einn besti leikmaður heims en hann er að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er ekki bara hann og ég, heldur allt félagið. Hann mun koma til baka. Ég veit að hann mun skora mikilvæg mörk fyrir okkur og vonandi mun hann skora gegn Manchester City og við vinnum bikarinn."

United mætir City í bikarúrslitaleiknum á morgun, hann hefst klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner