Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mán 24. október 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hefði viljað sjá tvo Blika í viðbót í hópnum - „Frábært að hann sé að fá þessa viðurkenningu"
Viktor Örn
Viktor Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjö leikmenn Breiðabliks eru í landsliðshópnum sem fer til Dúbaí eftir viku til þess að spila vináttulandsleik við Sádí-Arabíu. Það eru þeir Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Dagur Dan Þórhallsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson.

Tveir til viðbótar komu til greina í landsliðshópinn en þeir Anton Ari Einarsson og Gísli Eyjólfsson gáfu ekki kost á sér.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í landsliðsvalið í viðtali eftir sigur á Val á laugardag. Hefði hann viljað sjá fleiri Blika í þeim hóp?

„Já, ég hefði viljað sjá Oliver (Sigurjónsson) og Davíð Ingvars. Ég vil bara hafa sem flesta Blika í landsliðinu en ég get ekki betur séð en að allir leikmennirnir sem voru valdir séu vel að þessu komnir, eru búnir að standa sig vel í sumar. Gísli og Anton gáfu ekki kost á sér," sagði Óskar.

„Ég er bara stoltur fyrir hönd þeirra sem eru þarna, sérstaklega leikmanns eins og Viktors Arnar (Margeirssonar) sem er búinn að vera frábær síðustu ár og einn af bestu hafsentum deildarinnar. Frábært að hann sé að fá þessa viðurkenningu. Fer svolítið undir radarinn. Hann er búinn að vera meiriháttar góður - algjör lykilmaður hjá okkur," sagði Óskar.

Viktor Örn, sem Óskar nefnir sérstaklega, er á bekknum í liði ársins í Bestu deildinni.
Óskar Hrafn: Þetta mót er svolítið eins og bók sem er 100 síðum of löng
Athugasemdir
banner
banner
banner