Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
banner
   mán 24. október 2022 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meira en bara möguleiki á því að Emery taki við Aston Villa
Mynd: EPA
Unai Emery er þegar þetta er skrifað langlíklegasti aðilinn til að taka við sem stjóri Aston Villa. Rúben Amorim hjá Sporting er næst líklegastur en miðað við veðbanka á nánast bara eftir að staðfesta ráðningu á Emery.

„Emery til Aston Villa, meira en bara möguleiki," skrifar virti spænski blaðamaðurinn Guillem Balague á Twitter í dag. Hann segir að Aston Villa sé tilbúið að greiða riftunarverð fyrir Emery svo hann geti fengið sig lausan frá Villarreal.

Steven Gerrard var látinn fara sem stjóri Aston Villa eftir 3-0 tap gegn Fulham á fimmtudag.

Emery er í dag stjóri Villarreal. Hann hefur verið þar í rúm tvö ár eftir að hafa verið látinn fara sem stjóri Arsenal í lok nóvember 2019.

Aston Villa vann 4-0 gegn Brentford í gær og er með tólf stig eftir tólf umferðir. Aaron Danks stýrði liðinu í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner