Unai Emery er þegar þetta er skrifað langlíklegasti aðilinn til að taka við sem stjóri Aston Villa. Rúben Amorim hjá Sporting er næst líklegastur en miðað við veðbanka á nánast bara eftir að staðfesta ráðningu á Emery.
„Emery til Aston Villa, meira en bara möguleiki," skrifar virti spænski blaðamaðurinn Guillem Balague á Twitter í dag. Hann segir að Aston Villa sé tilbúið að greiða riftunarverð fyrir Emery svo hann geti fengið sig lausan frá Villarreal.
„Emery til Aston Villa, meira en bara möguleiki," skrifar virti spænski blaðamaðurinn Guillem Balague á Twitter í dag. Hann segir að Aston Villa sé tilbúið að greiða riftunarverð fyrir Emery svo hann geti fengið sig lausan frá Villarreal.
Steven Gerrard var látinn fara sem stjóri Aston Villa eftir 3-0 tap gegn Fulham á fimmtudag.
Emery er í dag stjóri Villarreal. Hann hefur verið þar í rúm tvö ár eftir að hafa verið látinn fara sem stjóri Arsenal í lok nóvember 2019.
Aston Villa vann 4-0 gegn Brentford í gær og er með tólf stig eftir tólf umferðir. Aaron Danks stýrði liðinu í gær.
Emery to Aston Villa, more than just a possibility. Villa want to pay the buy out clause
— Guillem Balague (@GuillemBalague) October 24, 2022
He speaks to us in English for @LaLigaTV but when he left #Arsenal I asked him to talk to me in Spanish for my YT channel. If you want to know more on him listen
📺 https://t.co/l00938ZjgY
Athugasemdir