Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Aron Jóns framlengir í Mosó
Aron Jónsson í leik með Aftureldingu
Aron Jónsson í leik með Aftureldingu
Mynd: Raggi Óla
Varnarmaðurinn Aron Jónsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu út næsta tímabil.

Aron kom til Aftureldingar frá norska félaginu Brann fyrir síðasta tímabil og lék 17 leiki í Lengjudeildinni er Afturelding kom sér upp í efstu deild.

Þessi tvítugi leikmaður hefur nú framlengt við Aftureldingu út næsta tímabil og mun því taka slaginn með liðinu í Bestu deildinni.

Aron á einn leik að baki með U19 ára landsliði Íslands og spilaði þá einn leik fyrir aðallið Brann á tíma sínum í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner