Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Nefna annað sænskt félag sem vill Loga og segja fleiri áhugasöm
Logi Hrafn Róbertsson í leik með FH
Logi Hrafn Róbertsson í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Smálandafélagið Östers IF er komið aftur í sænsku úrvalsdeildina eftir ellefu ára fjarveru og ætlar sér að styrkja sig verulega fyrir komandi leiktíð, en Smålandsposten segir það hafa áhuga á að fá Loga Hrafn Róbertson, leikmann FH.

Smålandsposten er staðarmiðillinn í Växjö, þar sem Öster var stofnað.

Margir Íslendingar hafa spilað með Öster síðustu áratugi en þar má helst nefna Guðmund Steinsson, Stefán Þórðarson, Stefán Loga Magnússon, Þorvald Makan SIgurbjörnsson, Davíð Þór Viðarsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Alex Þór Hauksson var einnig á mála hjá félaginu en samdi við KR fyrir þetta tímabil og þá er Þorri Mar Þórisson samningsbundinn félaginu í dag.

Samkvæmt Smålandsposten er félagið að skoða það að fá Loga Hrafn frá FH í vetur.

Logi, sem er tvítugur, er fastamaður í U21 árs landsliðinu og verður samningslaus í lok árs.

Öster, sem spilaði síðast í efstu deild árið 2013, er ekki eina félagið sem er á eftir Loga. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Helsingborg verið að skoða hann og þá eru fleiri úrvalsdeildarfélög með hann í sigtinu auk þess sem það er áhugi frá Noregi.
Athugasemdir
banner
banner