Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 23. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Jóhanna Elín í Víking (Staðfest)
Jóhanna Elín og John Andrews, þjálfari Víkings, við undirskrift
Jóhanna Elín og John Andrews, þjálfari Víkings, við undirskrift
Mynd: Víkingur R.
Knattspyrnudeild Víkings hefur fengið til félagsins hina 18 ára gömlu Jóhönnu Elínu Halldórsdóttur en hún kemur til félagsins frá Selfossi.

Jóhanna Elín var aðeins 15 ára gömul er hún braut sér leið inn í meistaraflokk Selfoss.

Síðan þá hefur hún spilað 29 leiki í deild- og bikar á þremur tímabilum.

Unglingalandsliðskonan hefur nú fært sig um set en hún hefur gert samning við Víking R. sem gildir út 2026.

Jóhanna, sem á 9 landsleiki að baki með yngri landsliðunum, spilaði undir stjórn Björns Sigurbjörnssonar hjá Selfossi, en hann er í dag aðstoðarmaður John Andrews hjá Víkingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner