Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz til Bayerrn
   lau 23. nóvember 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Benoný Breki á leið til Stockport
Lúkas Magni búinn að rifta?
Benoný Breki er sagður á leið til Englands
Benoný Breki er sagður á leið til Englands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er Lúkas Magni búinn að rifta við KR?
Er Lúkas Magni búinn að rifta við KR?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markakóngur Bestu deildar karla, Benoný Breki Andrésson, er á leið til enska C-deildarfélagsins Stockport County en þetta segir Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur Þungavigtarinnar á X.

Sóknarmaðurinn öflugi er í sigtinu hjá mörgum félögum um alla Evrópu.

Hann bætti markametið í efstu deild á Íslandi með því að skora 21 mark í 26 leikjum í sumar og er eðlilega mikill áhugi á framherjanum efnilega.

Benoný, sem er 19 ára gamall, hefur verið orðaður við AZ Alkmaar, Heerenveen og Utrecht í Hollandi ásamt Mainz í Þýskalandi og Sunderland á Englandi, en það er útlit fyrir að hann sé búinn að finna sér nýtt félag.

Kristján Óli greindi frá því á X að Benoný væri að ganga í raðir Stockport County í ensku C-deildinni.

Stockport er 141 árs gamalt félag sem upplifði sína bestu tíma á tíunda áratugnum. Þá lék liðið í næst efstu deild og komst meðal annars í undanúrslit enska deildabikarsins. Alls lék liðið fimm tímabil í næst efstu deild.

Fjárhagsörðugleikar í kringum aldamótin urðu til þess að liðið fór að falla niður um deildir en síðustu ár hefur félagið fundið meira jafnvægi og er í dag í 4. sæti í ensku C-deildarinnar.

Liðið vann ensku D-deildina á síðustu leiktíð og stefnir á að fara upp um deild annað árið í röð.

Íslendingarnir verða því fjórir í C-deildinni þetta tímabilið en Blikarnir Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á mála hjá Birmingham og fyrr í mánuðnum samdi Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson við Wrexham. Þess má til gamans geta að öll liðin eru í toppbaráttu.

Lúkas Magni búinn að rifta?

Kristján Óli snerti einnig á samningamálum KR, en þar sagði hann að Lúkas Magni Magnason væri búinn að rifta samningi sínum við félagið.

Lúkas spilaði fimm leiki í deild- og bikar á síðasta tímabili en hann kom til félagsins frá Breiðabliki á síðasta ári.

Hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna í sumar og var því ekki með KR seinni hluta tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner