Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birta Guðlaugs framlengir við Víkinga
Birta Guðlaugsdóttir.
Birta Guðlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Birta Guðlaugsdóttir hefur gert nýjan samning við Víking sem gildir til ársins 2026.

Birta, sem er 23 ára, kom til Víkings frá Val í janúar á þessu ári en Birta spilaði einnig í háskólaboltanum í USA með liði Arizona State Sun Devils.

Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára á Birta 106 leiki í meistaraflokki og þar af eru 37 í efstu deild. Þá hefur Birta spilað 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir því með mikilli hamingju að Birta Guðlaugsdóttir verður leikmaður Víkings út árið 2026 hið minnsta," segir í tilkynningu Víkinga.

Birta lék mjög vel með Víkingi í Bestu deildinni síðastliðið sumar en liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner