Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Tapar Man City fimmta leiknum í röð?
Man City hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum
Man City hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum
Mynd: Getty Images
Tólfta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer af stað í dag með sjö leikjum.

Nýliðar Leicester taka á móti Chelsea á King Power-leikvanginum í Leicester klukkan 12:30.

Enzo Maresca snýr aftur til Leicester um það bil sex mánuðum eftir að hafa stýrt liðinu upp í úrvalsdeildina.

Bournemouth mætir Brighton á meðan Arsenal spilar við Nottingham Forest.

Lærisveinar Mikel Arteta mega ekki við því að tapa stigum ef liðið ætlar að vera með í titilbaráttunni.

Aston Villa spilar við Crystal Palace á Villa Park og þá mætast Everton og Brentford á Goodison Park. Fulham tekur á móti Wolves, sem vann sinn fyrsta deildarleik í síðustu umferð.

Lokaleikur dagsins er leikur Manchester City og Tottenham á Etihad.

Man City hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum og er nú fimm stigum frá toppliði Liverpool. Tottenham er í 10. sæti með 16 stig.

Leikir dagsins:
12:30 Leicester - Chelsea
15:00 Bournemouth - Brighton
15:00 Arsenal - Nott. Forest
15:00 Aston Villa - Crystal Palace
15:00 Everton - Brentford
15:00 Fulham - Wolves
17:30 Man City - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 16 12 3 1 37 16 +21 39
2 Chelsea 18 10 6 2 37 19 +18 36
3 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
4 Nott. Forest 18 9 5 4 23 19 +4 32
5 Newcastle 18 8 5 5 28 21 +7 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Aston Villa 18 8 4 6 26 27 -1 28
9 Fulham 18 6 8 4 24 22 +2 26
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 3 8 39 25 +14 24
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 Man Utd 17 6 4 7 21 22 -1 22
14 West Ham 18 5 6 7 22 30 -8 21
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Leicester 17 3 5 9 21 37 -16 14
18 Wolves 17 3 3 11 27 40 -13 12
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 4 13 11 36 -25 7
Athugasemdir
banner
banner