Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   lau 23. nóvember 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði þrennu og bætti met Haaland
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane setti nýtt met í þýsku deildinni er hann skoraði þrennu í 3-0 sigri Bayern München á Augsburg gærkvöldi.

Kane hefur raðað inn mörkum síðan hann gekk í raðir Bayern frá Tottenham á síðasta ári.

Hann var markakóngur þýsku deildarinnar á fyrsta tímabili sínu með 36 mörk, en aðeins Gerd Müller og Robert Lewandowski skoruðu fleiri deildarmörk á einu tímabili.

Englendingurinn tók upp þráðinn þar sem frá var horfið og er nú kominn með 14 mörk í deildinni.

Þriðja mark hans gegn Augsburg í gær var 50. deildarmark hans í Þýskalandi og það í aðeins 43 leikjum, en enginn hefur verið fljótari í 50 mörk en Kane.

Erling Braut Haaland skoraði 50 mörk í jafnmörgum leikjum frá 2020 til 2022 og átti metið en það er nú í eigu Kane.

Alls hefur Kane skorað 64 mörk í 62 leikjum í öllum keppnum með Bayern sem er í efsta sæti deildarinnar með átta stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner