Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Keflavík fær Miu Ramirez frá ÍR (Staðfest)
Mia Ramirez í leik með ÍR
Mia Ramirez í leik með ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mia Angelique Ramirez er gengin í raðir Keflavíkur frá ÍR en þetta kemur fram í tilkynningu á heimasvæði Keflvíkinga á Facebook.

Mia er 26 ára gömul og spilar sem sóknarþenkjandi miðjumaður en hún kom hingað til lands fyrir síðasta tímabil og lék með ÍR-ingum í Lengjudeildinni.

Alls lék hún 18 leiki er ÍR féll niður í 2. deild en það er nú ljóst að hún verður áfram í Lengjudeildinni.

Hún hefur samið um að leika með Keflavík á næstu leiktíð en liðið mun spila í Lengjudeildinni eftir að hafa hafnað í næst neðsta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner