Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Skoruðu sex mörk í fyrsta leiknum eftir brotthvarf Amorim
Viktor Gyökeres skoraði auðvitað fyrir Sporting
Viktor Gyökeres skoraði auðvitað fyrir Sporting
Mynd: EPA
Sporting Lisbon er þegar farið að undirbúa líf eftir Ruben Amorim og fer það ágætlega af stað en liðið pakkaði saman Amarante, 6-0, í portúgalska bikarnum.

Amorim stýrði sínum síðasta leik fyrir landsleikjatörnina og tók við Manchester United á Englandi.

Sporting var að spila sinn fyrsta leik eftir brotthvarf hans í kvöld og gegn töluvert liði.

Joao Pereira tók við Sporting af Amorim og byrjaði á sex marka sigri en hann gat leyft sér að byrja með sænsku markavélina Viktor Gyökeres á bekknum.

Englendingurinn Marcus Edwards skoraði tvö og þá gerði danski táningurinn Conrad Harder eitt mark. Trincao og Ricardo Esgaio skoruðu einnig.

Þegar hálftími var til leiksloka kom Gyökeres inn á og skoraði hann sjötta og síðasta markið úr vítaspyrnu. Svíinn er kominn með 24 mörk í öllum keppnum með Sporting á þessu tímabili og hefur þá gert 59 mörk á þessu almannaksári með Sporting og sænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner