Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 23. nóvember 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerir ráð fyrir því að Messi verði hjá Inter Miami til 2026
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: EPA
Luis Suarez er í viðræðum við Miami
Luis Suarez er í viðræðum við Miami
Mynd: Getty Images
Jorge Mas, einn af eigendum bandaríska félagsins Inter Miami, gerir ráð fyrir því að Lionel Messi geri nýjan samning sem mun gilda út 2026.

Koma Messi til Inter Miami hefur verið byltingarkennd fyrir félagið en það fór úr því að vera við botn Austur-deildar yfir í það að setja nýtt stigamet og vinna titla.

Liðið vann deildabikarinn á síðasta ári og varð síðan deildarmeistari í ár.

Þá hefur koma Argentínumannsins laðað fleiri stór nöfn til félagsins en fyrrum félagar hans í Barcelona, þeir Luis Suarez, Sergio Busquets og Jordi Alba komu allir og þá hefur Neymar verið orðaður við félagið síðustu daga.

Barcelona-tengingin er gríðarlega hjá Inter Miami. Tata Martino, sem stýrði Barcelona tímabilið 2013-2014, hefur þjálfað Inter Miami síðasta árið en hann var að hætta vegna persónulegra ástæðna.

Javier Mascherano, sem var samherji Messi hjá Barcelona og argentínska landsliðinu, er að taka við keflinu, en hann þjálfaði síðast U23 ára lið Argentínu á Ólympíuleikunum í París.

Það er stórt ár fram undan hjá Inter Miami sem mun taka þátt í að minnsta kosti fimm keppnum.

Samningur Messi rennur út í lok næsta árs en báðir aðilar eiga möguleika á að framlengja um eitt ár til viðbótar.

„Ég og Leo munum setjast niður til að ræða framtíðina. Eins og ég hef áður sagt og mun endurtaka hér. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þegar nýi völlurinn okkar í Miami verður vígður árið 2026 eftir titlahlaðið tímabil þá verði Leo Messi 'tían' okkar,“ sagði Mas.

Suarez er að renna út á samningi í lok þessa árs en Miami hefur þegar hafið viðræður við úrúgvæska framherjann um nýjan samning og eru taldar miklar líkur á því að hann verði áfram í herbúðum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner