Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 19:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Liverpool og Newcastle: Jota byrjar - Isak ekki með
Mynd: EPA
Byrjunarliðin í leik Liverpool og Newcastle eru komin inn.

Arne Slot er í leikbanni en það eru tvær breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum gegn Man City um helgina. Andy Robertson og Curtis Jones setjast á bekkinn og Kostas Tsimikas og Diogo Jota koma inn.

Það vekur athygli að Alexander Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle. Hann er að berjast við eymsl í nára.

Sandro Tonali og Callum Wilson koma inn í liðið frá 4-3 sigri gegn Nottingham Forest um helgina. Lewis Miley sest á bekkinn.

Liverpool: Alisson, Van Dijk, Konate, Diaz, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Jota, Tsimikas, Gravenberch, Alexander-Arnold.

Newcastle: Pope, Schar, Tonali, Wilson, Gordon, Hall, Livramento, Murphy, Willock, Burn, Guimaraes.
Athugasemdir
banner
banner