Sheffield United 1 - 3 Leeds United
1-0 Illan Meslier ('14 , sjálfsmark)
1-1 Junior Firpo ('72 )
1-2 Ao Tanaka ('89 )
1-3 Joel Piroe ('91)
1-0 Illan Meslier ('14 , sjálfsmark)
1-1 Junior Firpo ('72 )
1-2 Ao Tanaka ('89 )
1-3 Joel Piroe ('91)
Sheffield United tók á móti Leeds United í toppslag ensku Championship deildarinnar í kvöld og úr varð hörkuslagur, þar sem heimamenn í Sheffield byrjuðu betur og tóku forystuna snemma.
Sheffield átti skalla í slá og í stöng í sömu sókninni og endaði Illan Meslier markvörður á að slá boltann óvart inn í sitt eigið net þegar hann skoppandi á leið í átt frá marklínunni.
Sheffield var sterkara liðið í fyrri hálfleik og hélt forystunni allt þar til í seinni hálflleik, þegar gestirnir frá Leeds urðu betri og betri með hverri mínútunni sem leið.
Junior Firpo minnkaði muninn á 72. mínútu og stefndi allt í 1-1 jafntefli þar til Ao Tanaka skallaði boltann inn eftir hornspyrnu til að taka forystuna á 89. mínútu.
Heimamenn blésu þá til sóknar en Leeds refsaði með glæsilegu marki frá Joël Piroe. Hann tók sannkallað þrumuskot utan vítateigs til að innsigla verðskuldaðan sigur í toppslagnum.
Leeds er taplaust í sextán leikjum í röð í Championship deildinni og er núna með fimm stiga forystu á Sheffield sem situr í öðru sæti. Sheffield er aðeins með tveggja stiga forystu á Burnley sem ætlar að berjast um annað sætið.
Athugasemdir