Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Slot: Get ekki sætt mig við vinnuframlag Nunez
Darwin Nunez fær gagnrýni frá Slot.
Darwin Nunez fær gagnrýni frá Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot stjóri Liverpool segir að hann geti ekki sætt sig við vinnuframlag Darwin Nunez í síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað. Úrúgvæski sóknarmaðurinn kom inn af bekknum í sigri gegn Wolves og jafntefli gegn Aston Villa.

Hann var svo ónotaður varamaður í 2-0 sigri gegn Manchester City á sunnudag en þá náði Liverpool ellefu stiga forystu.

Nunez klúðraði dauðafæri gegn Villa og Slot sagði að vonbrigðin hefðu haft neikvæð áhrif á vinnuframlag hans.

„Annan leikinn í röð var ég óánægður með vinnuframlag hans. Ég get ekki sætt mig við að leikmaður gefi ekki allt í þetta. Það er alveg ljóst. Ég get horft framhjá því einu sinni en tvisvar var of mikið. Þess vegna brást ég við," segir Slot.

„Þó þú klúðrir færi þarftu að berjast fyrir liðið. Hann var ekki eins og hann er vanur að vera. Stuðningsmenn kunna að meta hann því hann er vanur því að leggja mikið á sig."

Liverpool mætir Newcastle í kvöld og segir Slot að Nunez, sem er með sex mörk í 35 leikjum á tímabilinu, hafi verið mjög öflugur á æfingum í aðdraganda leiksins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 27 19 7 1 64 26 +38 64
2 Arsenal 26 15 8 3 51 23 +28 53
3 Nott. Forest 26 14 5 7 44 33 +11 47
4 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
5 Man City 26 13 5 8 52 37 +15 44
6 Newcastle 26 13 5 8 46 36 +10 44
7 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
8 Brighton 27 11 10 6 44 39 +5 43
9 Fulham 27 11 9 7 40 36 +4 42
10 Aston Villa 28 11 9 8 40 45 -5 42
11 Brentford 26 11 4 11 47 42 +5 37
12 Crystal Palace 27 9 9 9 35 33 +2 36
13 Tottenham 26 10 3 13 53 38 +15 33
14 Everton 26 7 10 9 29 33 -4 31
15 Man Utd 26 8 6 12 30 37 -7 30
16 West Ham 26 8 6 12 30 47 -17 30
17 Wolves 27 6 4 17 37 56 -19 22
18 Ipswich Town 26 3 8 15 24 54 -30 17
19 Leicester 26 4 5 17 25 59 -34 17
20 Southampton 27 2 3 22 19 65 -46 9
Athugasemdir
banner
banner
banner