City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 10:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi upp á síðkastið"
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, ein besta fótboltakona Íslands, er skiljanlega ekki sátt með stöðu sína hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Wolfsburg.

Sveindís, sem er 23 ára gömul, hefur aðeins byrjað tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hún hefur alls spilað tæplega 500 mínútur í deildinni en hún hefur ellefu sinnum komið inn af bekknum.

Hún hefur að mestu verið í því að koma inn af bekknum og er ekki sátt með hlutverk sitt.

Samningur Sveindísar rennur út eftir tímabilið en hún ræddi við RÚV um stöðu sína og sagðist þar ekki skilja hvers vegna hún fær ekki að spila meira. „Ég fæ ekki mikið af útskýringum og ég skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira," segir hún.

„Mér finnst ég eiga skilið að spila fleiri mínútur, en þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi upp á síðkastið."

Sveindís viðurkennir að hún sé farin að skoða í kringum sig fyrir næsta tímabil. „Ég gæti alveg eins verið áfram í Wolfsburg en eins og staðan er núna er það ekki rosalega spennandi."

Hún ræddi við Fótbolta.net í október síðastliðnum og hafði þá svipaða sögu að segja; var svekkt með lítinn spiltíma og fékk ekki miklar útskýringar. Það er ljóst að Sveindís þarf að taka stóra ákvörðun á næstu vikum.

Ísland spilar við Frakkland í kvöld og þar verður Sveindís í aðalhlutverki.
Athugasemdir
banner
banner