
Eins og greint var frá í gær er Baldvin Þór Berndsen á leið til ÍA frá Fjölni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fær Fjölnir leikmann á móti frá ÍA, Hilmar Elís Hilmarsson kemur á láni í Grafarvoginn. Hilmar Elís verður 22 ára í maí, hann lék 15 leiki í Bestu deildinni í fyrra en hafði árin á undan verið hjá Kára og Skallagrími.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net fær Fjölnir leikmann á móti frá ÍA, Hilmar Elís Hilmarsson kemur á láni í Grafarvoginn. Hilmar Elís verður 22 ára í maí, hann lék 15 leiki í Bestu deildinni í fyrra en hafði árin á undan verið hjá Kára og Skallagrími.
Þá hefur aðeins heyrst af því að Fjölnir gæti verið að fá reynsluboltann Brynjar Gauta Guðjónsson í sínar raðir.
Þegar skiptin á Baldvini ganga í gegn verður Fjölnir búinn að missa miðvarparið sitt frá því í fyrra því Júlíus Mar Júlíusson var seldur til KR fyrr í vetur.
Brynjar Gauti gæti komið inn og hjálpað Fjölni með varnarleikinn. Hann verður 33 ára í vikunni og hefur verið án félags frá því að hann yfirgaf Fram síðasta haust. Hann var fyrr í þessum mánuði orðaður við Grindavík.
Fjölnir endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og fyrr í þessum mánuði ákvað stjórnin að gera breytingu á þjálfaramálum. Úlfur Arnar Jökulsson var látinn fara og Gunnar Már Guðmundsson var ráðinn í hans stað.
Komnir
Axel Freyr Ívarsson frá Kára
Árni Elvar Árnason frá Þór
Farnir
Guðmundur Karl Guðmundsson hættur
Júlíus Mar Júlíusson í KR
Halldór Snær Georgsson í KR
Axel Freyr Harðarson í Leikni
Óliver Dagur Thorlacius í KR
Jónatan Guðni Arnarsson til Norrköping
Dagur Ingi Axelsson í HK
Dagur Austmann Hilmarsson hættur
Sigurvin Reynisson hættur
Athugasemdir