Hansi Flick þjálfari Barcelona segist ekki vera viss hvort Lamine Yamal geti verið klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Atlético Madrid í spænska bikarnum í kvöld.
Yamal spilaði fyrstu 85 mínúturnar í 0-2 sigri Börsunga á útivelli gegn Las Palmas um helgina og kvartaði undan spörkum frá andstæðingunum með myndbirtingu að leikslokum. Þar birti hann mynd af fætinum sínum alblóðugum.
23.02.2025 07:30
Yamal ósáttur með dómarann: Ekki brot!
„Við verðum að bíða í 24 tíma til að sjá hvort Lamine geti verið klár í slaginn gegn Atlético," sagði Flick á fréttamannafundi í gær. Það kemur því í ljós í dag hvort táningurinn taki þátt í leiknum gegn Atlético.
„Ég vona innilega að hann geti að minnsta kosti verið partur af leikmannahópinum en ég veit það ekki eins og staðan er núna."
Lamine Yamal’s foot after the game against Las Palmas ????
— Sizali Shorts (@sizali99) February 22, 2025
He posted on the IG story “no fault” ???? pic.twitter.com/FrU3DwQOgM
Athugasemdir