City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 10:22
Ívan Guðjón Baldursson
Sokkur Yamal alblóðugur í gegn
Það var hart tekið á Yamal.
Það var hart tekið á Yamal.
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona segist ekki vera viss hvort Lamine Yamal geti verið klár í slaginn fyrir stórleikinn gegn Atlético Madrid í spænska bikarnum í kvöld.

Yamal spilaði fyrstu 85 mínúturnar í 0-2 sigri Börsunga á útivelli gegn Las Palmas um helgina og kvartaði undan spörkum frá andstæðingunum með myndbirtingu að leikslokum. Þar birti hann mynd af fætinum sínum alblóðugum.

   23.02.2025 07:30
Yamal ósáttur með dómarann: Ekki brot!

„Við verðum að bíða í 24 tíma til að sjá hvort Lamine geti verið klár í slaginn gegn Atlético," sagði Flick á fréttamannafundi í gær. Það kemur því í ljós í dag hvort táningurinn taki þátt í leiknum gegn Atlético.
„Ég vona innilega að hann geti að minnsta kosti verið partur af leikmannahópinum en ég veit það ekki eins og staðan er núna."

Athugasemdir
banner
banner