Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mið 26. febrúar 2025 11:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rautt spjald Antony dregið til baka
Antony.
Antony.
Mynd: EPA
Rauða spjaldið sem Brasilíumaðurinn Antony fékk í síðasta leik hjá Real Betis hefur verið dregið til baka.

Hann getur því spilað næsta leik á móti Real Madrid.

Antony fékk rautt spjald undir lok sigurleiks gegn Getafe og átti því að vera í leikbanni gegn Real Madrid en nú er ljóst að hann má spila þann leik og fer hann ekki í leikbann.

Antony er hjá Betis á láni frá Manchester United, sem keypti hann frá Ajax fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þrátt fyrir mörg tækifæri tókst Antony ekki að skína í enska boltanum en hann er að gera flotta hluti á Spáni.

Antony er búinn að skora þrjú mörk og gefa tvær stoðsendingar í sex leikjum með Betis.
Athugasemdir
banner
banner